Larva
Larva er sjöunda hljóðversplatan sem Eivør sendir frá sér og hér sýnir hún á sér nýjar hliðar með því að fjarlægjast "folk" stíl síðustu ára og hella sér í tilraunakenndara og hrárra sánd. Afraksturinn er mögnuð plata sem nær ómögulegt er að skilgreina því áhrifin koma svo víða að; má þar nefna indítónlist, popp, trip-hop, ambient, rokk, tekknó, acid djass og klassíska tónlist. Eivør vann plötuna með upptökustjóranum Jens L. Thomsen ásamt gömlum vinum og nánum samstarfsmönnum sem hafa unnið með henni í gegnum árin. Auk þess koma fram á plötunni íslenska strengjasveitin Caput, færeyski kórinn Mpiri og barnakór frá Gøta, heimabæ Eivarar